libretube/content/wp-content/uploads/article/subtitles/2008/09/happy-birthday-to-gnu-icelandic.vtt

463 lines
7.8 KiB
WebVTT

WEBVTT
1
00:00:00.300 --> 00:00:01.499
Tölvur...
2
00:00:01.500 --> 00:00:04.999
Ég hef elskað þær allt frá því ég hafði efni á að kaupa mína eigin,
3
00:00:05.000 --> 00:00:08.499
allt frá upphafi... heimilistölvualdarinnar...
4
00:00:08.500 --> 00:00:10.499
á níunda áratugnum.
5
00:00:10.500 --> 00:00:13.999
Ég hef átt fjöldann allan af mismunandi tölvum
6
00:00:14.000 --> 00:00:16.999
og ég hef opinberlega sagt að ég sé hliðhollur einni tegund, eða annarri.
7
00:00:17.000 --> 00:00:23.999
Nýlega hefur þó hugur minn snúist, eins og hjá mörgum öðrum, að frjálsum hugbúnaði
8
00:00:24.000 --> 00:00:26.499
og það er mikið um rugling í kringum þetta hugtak
9
00:00:26.500 --> 00:00:27.999
og mig langar til þess að útskýra
10
00:00:28.000 --> 00:00:30.999
vegna þess að í ár er fagnaðarár
11
00:00:31.000 --> 00:00:33.999
og mig langar til þess að hjálpa okkur öllum að fagna því
12
00:00:34.000 --> 00:00:35.999
og hlakka til framtíðar frjáls hugbúnaðar.
13
00:00:37.000 --> 00:00:38.799
Ef þú hefur, ég veit ekki...
14
00:00:38.800 --> 00:00:40.999
pípulagnir í húsinu þínu,
15
00:00:41.000 --> 00:00:42.999
það gæti hugsast að þú skiljir þær ekki,
16
00:00:43.000 --> 00:00:44.499
en þú átt vin eða vinkonu sem skilur þær.
17
00:00:44.500 --> 00:00:46.499
Þau gætu ráðlagt þér að flytja rör hér,
18
00:00:46.500 --> 00:00:50.499
inntak þar, loku á öðrum stað.
19
00:00:50.500 --> 00:00:52.999
Þú ert ekki að brjóta lögin með því að gera það, er það nokkuð?
20
00:00:53.000 --> 00:00:54.999
Því að þetta er þitt hús og þú átt pípulagnirnar.
21
00:00:55.000 --> 00:00:56.999
Þú getur ekki gert það við tölvuna þína.
22
00:00:57.000 --> 00:00:59.999
Þú getur í rauninni ekki fiktað við stýrikerfið þitt.
23
00:01:00.000 --> 00:01:04.499
Þú getur auðvitað ekki deilt hugmyndum sem þú hefur um stýrikerfið þitt með öðru fólki,
24
00:01:04.500 --> 00:01:11.999
vegna þess að Apple og Microsoft, sem framleiða tvö vinsælustu stýrikerfin
25
00:01:12.000 --> 00:01:14.999
eru mjög viss um að þau "eigi" stýrikerfið þitt
26
00:01:15.000 --> 00:01:17.999
og enginn annar getur gert neitt við það.
27
00:01:18.500 --> 00:01:19.999
Þér finnst það kannski sjálfsagt
28
00:01:20.000 --> 00:01:20.999
"Af hverju mega þeir það ekki?"
29
00:01:21.000 --> 00:01:23.999
Samt sem áður, af hverju getur þú ekki gert það sem þú vilt við það?
30
00:01:24.000 --> 00:01:31.999
Af hverju getur samfélagið í heild sinni ekki breytt, bætt og deilt með sér?
31
00:01:32.000 --> 00:01:33.999
Þannig virka vísindin að minnsta kosti...
32
00:01:34.000 --> 00:01:35.499
Öll þekking er frjáls.
33
00:01:35.500 --> 00:01:37.999
Allri þekkingu er deilt í góðum vísindum,
34
00:01:38.200 --> 00:01:39.999
ef ekki þá eru það léleg vísindi,
35
00:01:40.000 --> 00:01:41.999
og það er einskonar einræði.
36
00:01:42.000 --> 00:01:43.499
Það er hér þar sem allt byrjar,
37
00:01:43.500 --> 00:01:45.999
á manni sem heitir Richard Stallman.
38
00:01:46.000 --> 00:01:49.999
Hann ákvað, fyrir 25 árum... næstum upp á dag...
30
00:01:50.000 --> 00:01:53.999
hann ákvað að skrifa heilt stýrikerfi frá grunni.
40
00:01:54.000 --> 00:01:59.999
Hann kallaði það GNU, sem stendur yfir GNU is Not Unix (GNU er ekki Unix)
41
00:02:00.000 --> 00:02:01.999
því það er ekki Unix.
42
00:02:02.000 --> 00:02:04.999
Því svipar til Unix á margan hátt.
43
00:02:05.000 --> 00:02:10.999
en hver grunneind þess, hver... hver einasta eining, hver einasti frumþulubútur
44
00:02:11.000 --> 00:02:13.999
(og frumþulan er stór því það getur keyrt á svo mörgum mismunandi tölvum)
45
00:02:14.000 --> 00:02:19.999
er í umsjón samfélagsins, er í umsjón forritara þarna úti,
46
00:02:20.000 --> 00:02:25.999
sem eru velkomnir í GNU samfélagið, til þess að hjálpa til við að bæta hugbúnaðinn.
47
00:02:26.000 --> 00:02:31.999
Hver "dreifing", eins og þær eru kallaðar, hver dreifing af GNU
48
00:02:32.000 --> 00:02:35.999
er prófuð og... og viðhaldið og endurbætt
49
00:02:36.000 --> 00:02:40.499
af fólki sem hefur einungis áhuga á því að búa til fullkomið stýrikerfi
50
00:02:40.500 --> 00:02:45.999
sem getur verið notað á fjölmörgum tölvum af eins mörgum notendum og hægt er.
51
00:02:47.000 --> 00:02:54.999
Nú, það kom að því að það þurfti að skrifa kjarnann, sem er eiginlega miðhluti stýrikerfisins.
52
00:02:55.000 --> 00:02:56.999
og maður að nafni Linus Torvalds,
53
00:02:57.000 --> 00:02:58.999
sem þið hafið kannski heyrt um, skrifaði kjarnann.
54
00:02:59.016 --> 00:03:02.999
Kjarninn var nefndur í höfuðið á Linus, Linux [Lænúx]
55
00:03:03.000 --> 00:03:05.499
eða Linux [Linnúx] eins og margir segja.
56
00:03:06.000 --> 00:03:09.499
Linux er kjarninn sem GNU notar.
57
00:03:10.000 --> 00:03:11.499
Hér er svo ég,
58
00:03:11.500 --> 00:03:19.999
einfaldlega til þess að minna ykkur á að GNU og Linux eru tvíburastoðir frjálsa samfélagsins -
59
00:03:20.000 --> 00:03:22.999
fólk sem heldur, og þetta er mikilvægi hlutinn,
60
00:03:24.000 --> 00:03:25.999
að hugbúnaður ætti að vera frjáls
61
00:03:26.000 --> 00:03:29.499
að samfélag notendanna ætti að geta aðlagað hugbúnaðinn
62
00:03:29.500 --> 00:03:35.999
og notað hann, breytt honum, bætt hann, og deila breytingunum með samfélaginu
63
00:03:36.000 --> 00:03:37.499
eins og með vísindi.
64
00:03:37.500 --> 00:03:38.499
Það er í raun það sem allt gengur út á.
65
00:03:38.500 --> 00:03:42.999
Eins og góðir vísindamenn deila öllu og öll þekking er opin og frjáls,
66
00:03:43.000 --> 00:03:44.999
þannig ætti það að vera með stýrikerfi.
67
00:03:46.000 --> 00:03:47.999
Ef þú ert stuðningsmaður GNU,
68
00:03:48.000 --> 00:03:51.499
ef þú ert stuðningsmaður Linux og Frjálsu hugbúnaðarstofnunarinnar,
69
00:03:52.500 --> 00:03:55.499
"Hvað get ég gert?" hugsar þú sjálfsagt með þér
70
00:03:55.500 --> 00:04:01.999
Augljósasti hluturinn sem þú getur gert er að nota GNU/Linux stýrikerfið á þinni eigin tölvu.
71
00:04:02.000 --> 00:04:02.999
Það er mun auðveldara en þú heldur!
72
00:04:03.000 --> 00:04:06.999
Farðu á www.gnu.org og sjáðu hvort þú finnir dreifingu við þitt hæfi.
73
00:04:07.000 --> 00:04:09.999
Líklegast ef þér líkar við gott myndrænt notendaviðmót,
74
00:04:10.000 --> 00:04:13.999
eitthvað eins og g-New-Sense, gNewSense.
75
00:04:14.000 --> 00:04:16.999
Þú finnur það þarna á www.gnu.org.
76
00:04:17.000 --> 00:04:18.499
Eða, ef þú ert virkilega klár
77
00:04:18.500 --> 00:04:20.499
þá gætir þú viljað forrita eitthvað.
78
00:04:20.500 --> 00:04:22.999
Þú gætir viljað gefa af þér í heildarþekkinguna
79
00:04:23.000 --> 00:04:25.999
sem gera GNU og Linux að því sem þau eru.
80
00:04:26.000 --> 00:04:27.499
Hvað sem þú gerir,
81
00:04:27.500 --> 00:04:29.999
þá vona ég að þú takir þátt með mér
82
00:04:30.000 --> 00:04:32.499
í að óska GNU innilega til hamingju með 25 ára afmælið.
83
00:04:32.500 --> 00:04:34.999
Gerum það núna.
84
00:04:36.500 --> 00:04:37.499
Jæja...
85
00:04:38.000 --> 00:04:39.999
Til hamingju með afmælið GNU!
86
00:04:40.000 --> 00:04:41.999
25 ára!
87
00:04:42.000 --> 00:04:43.999
Stýrikerfi framtíðarinnar.
88
00:04:44.000 --> 00:04:45.999
Frelsi!
89
00:04:48.500 --> 00:04:49.499
Mmm...
90
00:04:53.000 --> 00:04:53.999
Súkkulaðigott!
91
00:04:54.000 --> 00:04:56.999
Bragðbesta stýrikerfi í heiminum...
92
00:04:57.000 --> 00:04:58.999
og það er frjálst!
93
00:05:06.000 --> 00:05:07.999
Þýðing: Tryggvi Björgvinsson